Til baka í fréttirnar

26/04/2024

DAM fræðslu námskeið Maí – Júní 2024

DAM fræðslu námskeið Maí – Júní 2024

Færniþjálfun/ námskeið

í Díalektískri Atferlismeðferð (DAM) fyrir ungmennin hjá Berginu sem hafa verið í viðtölum hjá ráðgjöfum Bergsins.

Hvað er DAM?

DAM er gagnreynd meðferð sem hefur reynst vel fyrir fólk sem vill læra betur inn á sínar eigin tilfinningasveiflur. Í færniþjálfuninni er farið í helstu þætti DAM sem er streituþol, samskiptafærni og tilfinningastjórnun með áherslu á núvitundaræfingar í hverjum tíma

Markmið:

Að auka viðnámsþrótt og bjargráð til að takast á við lífið

Uppbygging og innihald færniþjálfunar:

Sex hittingar 2 klst einu sinni í viku í heild 12 klst. Innihald skiptist þannig: Núvitund og streituþol 4 klst. - núvitund og samskiptafærni 4 klst - núvitund og tilfinningastjórnun 4 klst. Heimaverkefni eru gefin á milli tímanna

Fjöldi þátttakenda:

12 – 14 einstaklingar

Tímabil: Fimmtudaga kl. 15:30– 17:30 frá 2. Maí til 6. Júní

Stjórnendur:

Oddný Jónsdóttir og Guðbjörg Fjóla Halldórsdóttir félagsráðgjafar.

Tilvísanir í námskeiðið:

Ráðgjafar innan Bergsins vísa í hópinn. Einnig er hægt að senda tölvupóst á fjola@bergid.is